Frá og með vorönn 2010 flyst öll umsýsla með fjarnámi á háskólastigi á Suðurlandi frá Fræðsluneti Suðurlands til Háskólafélags Suðurlands. Háskólafélagið hefur nú yfir fjarffundarbúnaði að ráða í þremur kennslustofum í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi. Utan kennslustunda verður aðstaðan í Glaðheimum aðgengileg fjarnemum til náms og samvinnu, hvort sem er á daginn, kvöldin eða um helgar. |