Síðastliðinn vetur gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ítarlega könnun á áhuga, þörf og eftirspurn fyrir fjarnámi á háskólastigi á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólí Íslands og Háskólafélag Suðurlands stóðu sameiginlega að þessari rannsókn og verða niðurstöðurnar kynntar á opnum fundi á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí kl. 14:15-16:30.
Skýrslu um niðurstðður rannsóknarinnar má lesa hér á pdf formi: 01skyrsla_020517 01skyrsla_020517 SASS, fjarnám á háskólastigi (pdf) og hér á html formi: 01skyrsla_020517
Fyrir rúmu ári síðan stóðu Háskólafélagið og SASS fyrir málþingi um háskólamál á Suðurlandi með styrk úr Sóknaráætlun Súðurlands. Þar kynntu allir sjö háskólar landsins þjónustu sína við landsbyggðina og könnun Félagsvísindastofnunar kom til í framhaldi af samtali Sunnlendinga við Háskóla Íslands um fjarnám.
Sunnlendingar eru hvattir til að mæta á fundinn en Háskólafélagið hefur beitt sér fyrir því að Háskóli Íslands efli þjónustustig sitt varðandi fjarnám í hinum fjölbreyttu greinum sem skólinn býður upp á í staðarnámi í Reykjavík.