Hægt er að hefja fjarnám í tvenns konar námi hjá Endurmenntun HÍ á vorönn 2010; annars vegar er um að ræða nýtt nám í Fjölmenningarfræði á meistarastigi, hins vegar Rekstrar- og viðskiptanám sem hægt er að nýta til BS gráðu. Námið í Fjölmenningarfræði dreifist á tvær annir en Rekstrar- og viðskiptanámið á þrjár annir. Ekki er um fullt nám að ræða heldur gert ráð fyrir því að hægt sé að stunda námið með vinnu. Í Rekstrar- og viðskiptanáminu er einnig hægt að taka stök námskeið.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2009. Nánari upplýsingar um Fjölmenningarfræðina má finna hér og hér, og um Rekstrar- og viðskiptanámið hér og hér.