Frá og með deginum í dag, 4. maí 2020, eru Fjöheimar opnir aftur. Nokkur fjöldi starfsmanna hefur reyndar unnið í Fjöheimum undanfarið en húsið hefur verið læst síðan 16. mars. Starfsemin mun nú taka mið af 50 manna viðmiði um samtíma fjölda í húsinu á hverjum tíma, og tveggja metra reglunni. Það er því pláss fyrir mun færri nemendur en áður í kennslustofum, og allir þurfa að huga að tveggja metra reglunni. Til hliðsjónar hafa verið límdar merkingar á gólf sem sýna tveggja metra fjarlægð og stólum hefur verið fækkað í kaffistofum. Í kaffistofu starfsmanna er einungis pláss fyri 6-8 einstaklinga samtímis og eru starfsmenn því hvattir til að stilla dvöl sinni þar í hóf. Örfáir nemendur munu nýta sér lesstofuna en langflestir korthafanna hafa látið loka kortunum og fengið endurgreitt frá 16. mars. Fjarpróf frá framhaldsskólum og háskólum falla nánast öll niður nú í vor. Takmörkuð kennsla verður hjá Birtu, Fræðslunetinu og Ökulandi. Handspritt og hanskar eru til reiðu á salernum og víðar.