Á dögunum undirrituðu Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri Árborgar, framlengingu á leigusamningi félagsins við sveitarfélagið um Þekkingarsamfélagið Fjölheima, en HfSu hefur síðast liðin 10 ár rekið Fjölheima í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands.
Síðustu 10 ára hafa sýnt að starfsemi lík því sem fram fer í Fjölheimum er samfélaginu ómetanleg. Staður þar sem fólk getur komið saman í námi og starfi, eflt sig sem einstaklinga og fengið stuðning við að finna sér farveg og um leið speglað sig í því sem aðrir eru að gera, hvort sem um er að ræða nemendur, frumkvöðla, atvinnurekendur eða bara áhugasama íbúa.
Við þessi tímamót ætla aðstandendur félaganna ásamt fulltrúum Árborgar að hefja vinnu við mótun framtíðar og framþróun Fjölheima og skoða leiðir til að efla það og bæta enn frekar, samfélaginu öllu til heilla.
Á myndinni er auk Fjólu og Ingunnar, Bragi Bjarnason formaður bæjarráðs Árborgar.