Skip to content Skip to footer

Fundur í Vík 13. ágúst

Jarðfræðigarður – Geopark

 

Fimmtudaginn 13. ágúst næstkomandi mun verða haldinn kynningarfundur um hugmyndir að  jarðfræðigarði (geopark) á svæði sem nær yfir hluta Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Á fundinum verður jarðfræði svæðisins kynnt ásamt hugmyndinni að jarðfræðigarði á svæðinu. Einnig verður á fundinum ráðgjafi frá European Geopark Network, Patrick McKeever, sem mun kynna starfsemi samtakanna um evrópska jarðfræðigarða. Gert er ráð fyrir góðum tíma í fyrirspurnir fundargesta.

 

Fundurinn verður haldinn eins og áður segir fimmtudaginn 13. ágúst í félagsheimilinu Leikskálum í Vík, klukkan 14:00.

 

Hvetjum alla til að mæta, sérstaklega aðila í ferðaþjónustu á svæðinu.

 

Stjórn átaksverkefnis Háskólafélags Suðurlands

„Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðarársandi“