Viðskiptablaðið og Keldan hafa tekið saman lista yfir þau fyrirtæki, sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.
Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu 2020 og 2019 og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 30 milljónir króna hvort ár. Enn fremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019, Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.
Þessu til viðbótar er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast 1.019 fyrirtæki á listann eða um 2,2% fyrirtækja landsins.
Fyrirtæki á Suðurlandi sem komast á listann eru 66 (í úttekt Viðskiptablaðsins voru fyrirtæki á Höfn talin með Austurlandi) sem er um 6,5% allra fyrirtækja á listanum.
Það er athyglisvert að skoða hvar á Suðurlandi fyrirmyndarfyrirtækin eru skráð og gaman að sjá að öll 15 sveitarfélögin á Suðurlandi eiga fyrirtæki inni á listanum.
Höfundur: Brynja Hjálmtýsdóttir, Háskólafélagi Suðurlands og ráðgjafi á vegum SASS.