Fundargerðir

Fyrsti fundur

Fyrsti fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 11.01.08 kl.15 Að Austurvegi 56 Selfossi

  1. Sveinn Aðalsteinsson rakti þá vinnu sem unnin hefur verið og aðdraganda stofnunar félagsins. Jafnframt ræddi hann í grófum dráttum möguleg næstu skref . Umræður urðu um samstarf við aðila á Suðurlandi sem tengjast markmiðum Háskólafélagsins.

Rögnvaldur Ólafsson rakti það samstarf sem HÍ á við stofnanir/aðila á Suðurlandi.(Greinargerð um þá starfsemi fylgir þessari fundargerð). Jafnframt gerði hann grein fyrir stöðu í stofnunar fræðasetra um landið. Fram kom að Landbúnaðarháskóli Íslands er einnig í samstarfi við stofnanir í fjórðungnum.

Fundarmenn voru sammála um að í starfinu framundan verði byggt á þeim grunni sem fyrir er, í því sambandi var sérstaklega rætt um Fræðslunet Suðurlands.

Lögð áhersla á mikilvægi þess að starfssvæðið allt njóti starfs Háskólafélagsins.

Miklar umræður urðu um vænlegar áherslur s.s rannsóknir og mögulegar námsgreinar.

  1. Ákveðið að á þessu stigi máls sé ekki tímabært að taka ákvarðanir um húsnæðismál og ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra frestað.

Nýkjörinn formaður mun vinna að þeim málum sem rædd hafa verið, fyrir næsta fund sem verður 25.01.n.k.

  1. Ákveðið að stjórnarformaður verði prókúruhafi. Gengið var frá tilkynningu til hlutafélagaskrár. Formanni falið að sækja um kennitölu og stofna bankareikning.

 

Fundi slitið kl 17:30

Mætt voru undirrituð:

 

Örlygur Karlsson
Steingerður Hreinsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson
Sveinn Aðalsteinsson

Helga Þorbergsdóttir

Elín Björg Jónsdóttir
Ágúst Sigurðsson