Háskólafélag Suðurlands þakkar fyrir samfylgdina á árinu, sem senn er liðið í aldanna skaut, og óskar um leið Sunnlendingum og öðrum samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs.
Tvenns konar tímamót voru hjá félaginu í lok ársins, það fagnaði tíu ára afmæli um leið og Fjölheimar, þekkingarsamfélag félagsins á Selfossi, fagnaði fimm ára afmæli.
Í tilefni tíu ára afmælisins blés félagið til afmæliskvöldverðar í Tryggvaskála á afmælisdaginn. Hér fylgja með nokkrar myndir sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók við þetta tilefni.
Sveinn Aðalsteinsson formaður á tali við þau Sigurð Sigursveinsson framkvæmdastjóra og Ingunni Jónsdóttur verkefnastjóra
Sveitarstjórarnir Gunnsteinn Ómarsson í Ölfusinu og Ásgeir Magnússon í Mýrdalnum
Sveinn Aðalsteinsson formaður flutti ávarp um tildrög stofnunar félagsins
Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri greindi frá starfi félagsins og framtíðarhorfum
Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri fylgdist með af athygli
Vilborg Arna Gissurardóttir fyrrum starfsmaður félagsins var brosmild að venju,
einnig Helga Þorbergsdóttir stjórnarmaður félagsins
Björgvin Skafti Bjarnason oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps flutti samkomunni frumsamda vísu eins og honum einum er lagið
Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu flutti afmælisbarninu kveðju, Sigurður Þór Sigurðsson stjórnarmaður fylgdist með af athygli
Gunnar Þorgeirsson oddviti í Grímsnes- og Grafningshreppi og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga flutti ávarp, og færði félaginu skemmtilegar gjafir, m.a. forskriftarbók frá Ríkisútgáfu námsbóka …
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Mýrdalshrepps flutti ávarp og færði félaginu þakkir fyrir vel unnin störf
Verkefnastjórarnir Ingunn Jónsdóttir og Hrafnkell Guðnason stýrðu síðan rafrænni þankahríð meðal veislugesta um gildi félagsins
Unnið verður úr þankahríðinni í upphafi nýs árs
Stjórn félagsins ásamt framkvæmdastjóra, frá vinstri: Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, Rögnvaldur Ólafsson fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands, Sigurður Þór Sigurðsson formaður Atorku, félags atvinnurekenda á Suðurlandi, Dagný Magnúsdóttir frumkvöðull og eigandi veitingastaðarins Hendur í Höfn í Þorlákshöfn, Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri í Vík, Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins. Á myndina vantar stjórnarmanninn Kristínu Hermannsdóttur, forstöðumann Náttúrustofu Suðausturlands
Starfsmennirnir Sigurður, Hrafnkell og Ingunn. Fjórði starfsmaðurinn, Guðlaug Ósk Svansdóttir, var fjarverandi.
Hér eru starfsmennirnir ásamt fyrrverandi starfsmönnum, frá vinstri: Vilborg Arna Gissurardóttir, Steingerður Hreinsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Sigurður Sigursveinsson, Hrafnkell Guðnason, Jóna Björk Jónsdóttir og Ingunn Jónsdóttir