Fréttir

Góð afkoma Háskólafélagsins

Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. var hadlinn í Glaðheimum á Selfossi 14. maí 2010.  Á fundinum kom m.a. fram að lítils háttar tap var á rekstri félagsins 2009, en að teknu tilliti til fjármunatekna var ársreikningurinn gerður upp með 4,9 mkr hagnaði.   Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps greindi frá átaksverkefninu Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðarársandi en því lauk formlega í árslok 2009.  Á grunni þess verkefnis er nú unnið að stofnun Geopark (tillaga hefur komið að nýyrðinu jarðvangur fyrir geopark) á svæðinu.  Þá greindi Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu frá næsta átaksverkefni háskólafélagsins, en í því er gert ráð fyrir að tengja saman klasa um matvælaframleiðslu, menntun og rannsóknir og rekstur matarsmiðju á Flúðum.  –  Stjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum.   Skýrslu formanns og stjórnar til aðalfundar 2010 má lesa hér.