Nýlega var úthlutað öðru sinni úr Vaxtarsamningi Suðurlands. Að þessu sinni voru 15 milljónir króna til úthlutunar og var miðað við að verkefnin væru gjaldeyrisskapandi. Stærsta styrkinn, 5 mkr, fékk Markaðsstofa Suðurlands í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og Háskólasetrið á Höfn í verkefnið Fræðandi ferðamennsku. Þetta verkefni verður kynnt á Hótel Selfossi fimmtudaginn 18. nóvember kl. 14-16, ásamt öðrum þeim verkefnum sem fengu styrk að þessu sinni.