Nafn:
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir
Aldur:
27 ára
Starf:
Doktorsnemi í Líffræði við Háskóla Íslands
Uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi:
Haukadalur í Dýrafirði á Vestfjörðum. Föðurleggurinn minn er ættaður frá Vestfjörðum, þegar ég var lítil fór fjölskyldan oft í ferðalag þangað og á ég þar margar góðar æskuminningar.
Hver sé um eldamennskuna á þínu heimili?
Ég og kærastinn minn eldum alltaf saman.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Það kom margt til greina og ég var alltaf að skipta. Fyrst var það kennari, svo iðjuþjálfi (eins og mamma), síðan leikkona, leikstjóri og rithöfundur. Ég fékk svo mikinn áhuga á líffræði eftir að hafa fylgst með Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi fjarlægja geitungabú. David Attenborough var einnig mikil fyrirmynd.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu?
Ég er alltaf með bókastafla á náttborðinu, einmitt núna eru bækurnar: Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Merking eftir Fríðu Ísberg og Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.
Hvað á að gera um helgina:
Kvöldmatur með vinum og garðyrkjustörf hjá tengdaforeldrum mínum.
Áttu gæludýr? /Hundur eða köttur eða eitthvað annað?
Nei, því miður en vonandi bætum við úr því síðar.
Kaffi eða te?
Te
Hver er þín helst líkamsrækt?
Ég fer reglulega í ræktina að gera styrktaræfingar, einnig stunda ég fjallgöngur, yoga og sund.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað/smakkað?
Ég prófaði einu einni gíraffa kjöt og ég mæli ekki með því.
Sumar, vetur, vor eða haust.
Vor, það er alltaf eitthvað svo heillandi við það að sjá allt vakna aftur til lífsins eftir veturinn.
Áttu þér uppáhalds vorfugl?
Hjá mér er það bara gamla góða lóan, vorboðinn ljúfi.
Hver er uppáhalds sundlaugin (eða baðlónið) á landinu?
Pínu litla sundlaugin sem afi gróf í bakgarðinum sínum í Mosfellsdalnum er í uppáhaldi hjá mér. Hann leifði okkur barnabörnum að svamla þegar veður leyfði. Þar lærði ég einnig að synda.
Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum, hvert myndirðu fara?
Mig hefur alltaf langað að fara til Suðaustur Asíu.
Hvernig stuðlar þú að betri umgengi við umhverfið?
Í fyrsta lagi flokka ég allt ruslið mitt. Í öðru lagi reyni ég að plokka það rusl sem ég finn á förnum vegi. Í þriðja lagi reyni ég að ganga eða taka strætó eftir bestu getu. Í fjórða lagi reyni ég að sína náttúrunni hina mestu virðingu í minni útvist.
Hvaða heilræði viltu gefa háskólanemum sem eru í námi núna?
Það er mikilvægt að hugsa vel um sína eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Af eigin reynslu veit ég að háskólanemar eiga það til (sérstaklega á prófatímum) að lesa yfir sig og gleyma því að hugsa um sjálfan sig. Það skiptir svo miklu máli að loka stundum bókinni, taka djúpan andardrátt og hreyfa sig eða fá sér ferskt loft.
Hver er tengin rannsóknar þinnar við Suðurland?
Í rannsókninni minni er ég að kanna fjölbreytileika milli (og innan) íslenskra bleikjustofna og mótanleika svipfars hjá þeim stofnum með sérstaka áherslu á stofnana á Suðurlandi. Mótanleiki felur í sér breytingar á eiginleikum vegna áhrifa umhverfis á þroskun einstaklings. Gífurlegan fjölbreytileika er hægt að finna hjá bleikjustofnum á Suðurlandi. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna bleikjurnar í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. Murturnar sem finnast í þessum tveimur vötnum bjóða upp á mjög einstakt tækifæri að rannsaka mótanleika í náttúrunni.
Hvers vegna valdi þú þetta rannsóknarefni.
Það hafði í rauninni langan aðdraganda. Þegar ég var að klára grunnnámið vissi ég að ég vildi gera meistaraverkefni en ég var ekki viss um hvað, en langaði gera verkefni sem tengdist þróun og hvernig lífverur aðlaga sig að umhverfi sínu. Ég heyrði þá af stóru rannsóknarverkefni sem fjallar um breytileika milli bleikjuafbrigðanna í Þingvallavatni, það hljómaði nokkuð áhugavert. Ég hafði má samband við Arnar Pálsson (prófessor hjá HÍ) og hann hjálpaði mér að hanna meistaraverkefni, og var megin leiðbeinandinn minn í gegnum það. Við vinnslu meistaraverkefnisins vökunuðu síðan alltaf upp nýjar og nýjar spurningar, sem ég hafði ekki tíma til að kanna þá. Þannig þegar ég klára meistaragráðuna mína var ég eiginlega búin að móta núverandi verkefnið mitt einfaldlega út frá öllum spurningum mínum.
Hvað finnst þér skemmtilegast við rannsóknarvinnuna.
Ég er forvitin að eðlisfari og ég hef gaman að því að leysa flókin verkefni. Eftir alla vinnuna að safna saman öllum gögnum og gera alla útreikninga fær maður loksins svar við spurningunni sinn. Oftast er svarið samt ekki einu sinni það krassandi, en það er eitthvað svo skemmtilegt við þetta augnablik, þar sem maður setur 2 og 2 saman.