Nú í haust tók Háskólafélagið og Katla jarðvangur á móti sjö manna hópi frá Póllandi og dvaldi hópurinn hér í átta daga.
Samstarfsverkefninu er stýrt af Tækniháskólanum í Kraká en auk hans tekur Holy Cross Mountains UNESCO Global Geopark þátt í verkefninu, en meginefni þess snýst um að þróa eins árs meistaranám með starfi í jarðferðamennsku (Geotourism). Fundað var í tvo daga í Fjölheimum, kynningarfundir voru haldnir í Leikskálum í Vík og í Sagnagarði í Gunnarsholti, auk þess sem ferðast var vítt og breitt um héraðið og áhugaverðir jarðminjastaðir skoðaðir. Á kynningarfundinum í Vík tóku þátt nemendur á 2. ári í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur prófessors. Pólsku gestirnir voru í skýjunum yfir vel heppnaðri Íslandsferð. Verkefninu lýkur haustið 2023 með lokafundi í Kielce í Póllandi.