Skip to content Skip to footer

Háskólafélagið auglýsir eftir starfsmanni

Stjórn Háskólafélagsins ákvað á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa eftir verkefnastjóra.  Um er að ræða fullt starf til a.m.k. eins árs og er nýjum starsmanni ætlað að halda utan um og afla verkefna fyrir félagið, ásamt því að sinna daglegum rekstri með framkvæmdastjóra.  Umsóknarfrestur er til 9. ágúst en nánari upplýsingar um starfið er að finna á upphafssíðu (heimasíðu) vefs félagsins.