Fréttir

Háskólafélagið og Atorka hljóta styrk úr Lóu, nýsköpunarsjóð landsbyggðarinnar

Háskólafélag Suðurlands í samstarfi við Atorku hlaut á dögunum styrk úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum landsbyggðarinnar, fyrir verkefnið Frumkvöðlasetur HfSu og Atorku.

Verkefnið gengur út á að móta umgjörð um nýsköpun í héraðinu þar sem frumkvöðlar geta komið saman og unnið að sínum verkefnum en jafnframt haft aðgang að handleiðslu og stað til þess að styrkja tengslanetið.  Félögin binda vonir við að styrkurinn marki upphaf að tengslaneti frumkvöðlastarfs á Suðurlandi en félögin áttu árangursríkt samstarf, ásamt fleiri aðilum, um stofnun Fablab smiðjunnar í FSu.