Fréttir

Háskólahátíðin í Fjölheimum 2021

Háskólafélag Suðurlands hefur það fyrir sið að blása til háskólahátíðar síðari hluta júnímánaðar ár hvert, og samfagnar þá með þeim eru að ljúka háskólaprófi og hafa notið þjónustu félagsins, ýmist varðandi prófaþjónustu og/eða lesaðstöðu. Sl. föstudag mættu sjö kandídatar í Fjölheima og fögnuðu námslokum með fjölskyldum sínum og starfsfólki félagsins. Hátíðin hófst með því að tveir listamenn fluttu tvö lög, þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari og kennari í Tónlistarskóla Árnesinga. Tveir úr hópi kandídata fluttu snjöll ávörp við athöfnina, Sigrún Erna Kristinsdóttir sem var að ljúka BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og Júlía Káradóttir sem var að ljúka diplómanámi í hagnýtum leikskólafræðum. Sigrún Erna gerði m.a. að umtalsefni kosti þess að fá persónulega þjónustu þegar ófærð hamlaði för til Reykjavíkur og Júlía lýsti því hvernig námstilboð Háskólafélagsins og Háskóla Íslands um fagháskólanám í hagnýtum leikskólafræðum hefði orðið til þess að hún tók aftur upp þráðinn í háskólanámi.

Svo skemmtilega vildi til í þetta sinn að einn starfsmanna félagsins, Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri, var i hópi brottfarenda en hann var að ljúka meistaranámi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst

Brottfarendur, ljósmynd Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir

Listamennirnir Guðrún Jóhanna og Francisco Javier, ljósmynd Ingunn Jónsdóttir

Sigrún Erna flutti snjallt ávarp, ljósmynd Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir

Júlía Káradóttir flutti einnig snjalla tölu. ljósmynd Ingunn Jónsdóttir