Fréttir

Háskólaútskriftir á sumarsólstöðum

Föstudagurinn 21. júní var viðburðaríkur hjá háskólanemendum á Selfossi. Kl. 13 var blásið til fagnaðar í Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði í tilefni þess að fimm meistaranemar frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi og Íslandi voru að ljúka við alþjóðlega sumarnámskeiðið í jarðskjálftaverkfræði sem nú var haldið í þriðja sinn í samvinnu Háskólafélagsins og jarðskjálftamiðstöðvarinnar. Nemendurnir voru færri að þessu sinni en árangur þeirra reyndist einstaklega góður. Að þessu sinni var dr. Benedikt Halldórsson aðalkennari á námskeiðinu auk innlendra og erlendra gestafyrirlesara.

kandidatar

Frá vinstri: Olivera Ilic BS í umhverfis- og orkufræði frá Háskóanum á Akureyri, Gísli Felix Bjarnason B.Ed. í kennarafræði – efsta stigi frá Háskólanum á Akureyri, Áslaug Jónsdóttir B.Ed. í kennarafræði – miðstigi frá Háskólanum á Akureyri, Heiða Gehringer MS í líffræði frá Háskóla Íslands, Sigríður Elín Sveinsdóttir BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og Lilja Jóhannesdóttir MS í nátturu- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

gisli

Fulltrúi kandídata, Gísli Felix Bjarnason, flutti snjallt ávarp fyrir hönd brottfarenda.

gestirkbkl

Starfsfólk Fjölheima og fleiri samkomugestir

steingerdur

Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskóafélagsins sleit samkomunni og bauð gestum til garðveislu að lokinni athöfninni. Áður hafði Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins ávarpað samkomuna og þeir Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri leyst brottfarendur út með rósum.

sigsigtryggvagardur

Klukkan 15 þennan sama dag stóð svo Háskólafélagið fyrir útskriftarhátíð í Tryggvagarði í tilefni þess að rúmur tugur háskólastúdenta, sem notið hafa þjónustu félagsins í Glðaheimum og Fjölheimum, luku námi nú í vor.  Brugðið var á það ráð að hafa athöfnina utandyra og þótti tiltækið takast vel, og er þetta vonandi fyrsta skrefið í að endurvekja rótgróið hlutverk garðsins í bæjarlífinu.  Hér að ofan má sjá nokkrar myndir frá athöfninni í Tryggvagarði.