Hinn árlegi hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands verður haldinn þann 13. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður sendur út í myndstreymi vegna sóttvarnaráðstafanna.
Dagskrá fundarins verður hefðbundin þrátt fyrir aðstæður og er eftirfarandi:
- Fundarsetning
- Styrkþegi kynnir verk sitt. Sigríður Jónsdóttir kynnir verkefnið sitt; Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands.
- Styrkveitingar fyrir árið 2021. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar.
- Menntaverðlaun Suðurlands 2021. Helgi Kjartansson, varaformaður SASS.
- Ávarp forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpar fundinn.
- Fundi slitið.
Fundarstjóri: Sigursveinn Sigurðsson
Að venju eru það Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands sem standa að hátíðarfundinum og bjóða til hans styrktaraðilum sjóðsins, eigendum félaganna sem og öllum Sunnlendingum og öðrum landsmönnum sem áhuga hafa á viðburðinum.
Hér má finna slóð til að tengjast fudinum:
https://us02web.zoom.us/j/84411769748?pwd=ejNYTVhSV1d0dGlUMWYxb0ZVV0pLUT09
Meeting ID: 844 1176 9748
Passcode: 054606