Fréttir

Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 2022

Hinn árlegi hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands verður haldinn þann 13. janúar næstkomandi.  Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður sendur út í myndstreymi vegna sóttvarnaráðstafanna.

Dagskrá fundarins verður hefðbundin þrátt fyrir aðstæður og er eftirfarandi:

  1. Fundarsetning
  2. Styrkþegi kynnir verk sitt. Sigríður Jónsdóttir kynnir verkefnið sitt; Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands.
  3. Styrkveitingar fyrir árið 2021. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar.
  4. Menntaverðlaun Suðurlands 2021. Helgi Kjartansson, varaformaður SASS.
  5. Ávarp forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpar fundinn.
  6. Fundi slitið.

Fundarstjóri: Sigursveinn Sigurðsson

Að venju eru það Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands sem standa að hátíðarfundinum og bjóða til hans styrktaraðilum sjóðsins, eigendum félaganna sem og öllum Sunnlendingum og öðrum landsmönnum sem áhuga hafa á viðburðinum.

Hér má finna slóð til að tengjast fudinum:

https://us02web.zoom.us/j/84411769748?pwd=ejNYTVhSV1d0dGlUMWYxb0ZVV0pLUT09

Meeting ID: 844 1176 9748

Passcode: 054606