Fréttir

Haustannarprófin 2020 í skugga heimsfaraldurs

Á mánudaginn var hófust haustannarprófin hér í Fjölheimum. Reyndar er það svo að flest lokapróf eru núna svokölluð heimapróf vegna óværunnar, en samkeppnispróf frá Háskólanum á Akureyri eru þó hefðbundin, og ýmis próf önnur. Mjög strangar sóttvarnarreglur eru viðhafðar við framkvæmd prófanna, tveir metrar milli borða og grímuskylda í stofunum auk þess sem borð eru sótthreinsuð fyrir og eftir hvert próf. Fyrsta prófið frá Háskólanum á Akureyri, Vinnulag í háskólanámi, er reyndar fjölmennasta prófið sem við hjá Háskólafélaginu höfum séð um, en 54 af þeim 55 sem voru skráðir hjá okkur mættu í prófið, þar af einn á Kirkjubæjarklaustri þar sem Kirkjubæjarstofa sá um yfirsetuna. Hópnum var tvískipt, þ.e. annars vegar fyrir hádegi og hins vegar eftir hádegi. Auk þess þreyttu fimm nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum próf hjá okkur þennan dag í grasafræði. Fjórar prófstofur og fimm yfirseta þurfti til að sjá um prófin. Það léttir þó talsvert framkvæmdina að prófin frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands eru nú öll rafræn.

Við óskum próftökunum góðs gengis við þessar óvenjulegu aðstæður