Mánudaginn 21. ágúst 2017 komu þrír góðir gestir í heimsókn í Fjölheima frá Slóveníu. Um var að ræða forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sér um rekstur á safni um kvikasilfursnámu í Idrija í Slóveníu en náma sú var ein sú stærsta sinnar tegundar í heimunum en hefur nú verið lokað, og er á heimsminjaskrá UNESCO. Á svæðinu er einnig jarðvangur, Idrija UNESCO Global Gepark, sem sinnir einnig fræðslu um þessar sérstöku jarðfræðilegu aðstæður. Heimsókn Slóvenanna var styrkt af Þróunarsjóði EFTA (EEA Grants) og heimsóttu gestirnir einnig Reykjanes Geopark og ferðuðust um Kötlu jarðvang. Á fundinum var m.a. rætt um möguleg samstarfsverkefni í framtíðinni.
Hér má sjá slóð á frétt um heimsóknina á slóvensku: http://www.cudhg-idrija.si/srecanje-cudhg-idrija-in-unesco-globalnih-geoparkov-katla-in-reykjanes-na-islandiji/