Stjórn Háskólafélagsins ásamt framkvæmdastjóra og Ingunni verkefnastjóra funduðu á Höfn, Klaustri og í Vík 8. og 9. maí 2014. Með í för var framkvæmdastjóri Fræðslnetsins auk eins stjórnarmanns þess, Þórs Hreinssonar.
Föstudaginn 9. maí héldu Fræðslunetið og Háskólafélag Suðurlands tvo opna fundi í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Fundirnir voru haldnir í námsverum félaganna í Kötlusetri í Vík og Kirkjubæjarstofu á Klaustri. Daginn áður höfðu sömu aðilar fundað á Höfn með starfsfólki Nýheima.
Á fundunum í Vík og á Klaustri var farið yfir starfsemi félaganna á svæðinu og Árni Rúnar Þorvaldsson, verkefnastjóri félaganna á svæðinu fór yfir sitt starf frá því var komið á fót fyrir ári síðan. Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins og Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands kynntu starfsemi félaga sinna sem og nýjar hugmyndir um uppbyggingu þekkingarstarfs á Suðurlandi.
Fundirnir heppnuðust vel og fór fram góð umræða um starfsemi félaganna á þessu svæði. Einnig var rætt um hvernig væri hægt að efla þetta starf enn frekar og var almennt vel tekið í þær hugmyndir sem kynntar voru um uppbyggingu þekkingarstarfs á Suðurlandi. Þær tillögur eru nú til umfjöllunar hjá heimamönnum, m.a. í stjórnum Kötluseturs og Kirkjubæjarstofu, en sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja lýstu yfir eindregnum stuðningi við þær á fundum sínum 15. maí sl.
Fundað í Nýheimum á Höfn
Komið var við í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit og notið leiðsagnar Þorbjargar staðarhaldara um sýninguna um Þórberg Þórðarson
Hluti fundarmanna í Kirkjubæjarstofu
Árni Rúnar kynnir starf sitt á fundinum á Klaustri
Áleiðinni til Víkur var áð á einum af áfangstöðum jarðvangsins – í Eldhrauni við Ásakvíslar
Ásmundur Sverrir kynnir Fræðslunetið í Kötlusetri
Sigurður kynnir Háskólafélagið á fundinum í Kötlusetri