Skip to content Skip to footer

Heimsþekktur sérfræðingur með fyrirlestur á Selfossi

Á föstudaginn, 14. júní 2013, verður haldinn opinn fyrirlestur í húsnæði Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Austurvegi 2a, kl. 13-15.Fyrirlesturinn nefnist Áhrif jarðskjálfta á þéttbýlissvæði – nýjustu framfarir á sviði jarðskjálftaverkfræði.  Fyrirlesturinn flytur portúgalski fræðimaðurinn Carlos S. Oliveira, en hann er einn virtasti jarðskjálftaverkfræðingur heimsins. Rannsóknarmiðstöðin og Háskólafélagið standa saman að alþjóðlegu sumarnámskeiði á meistarastigi þriðja árið í röð og er fyrirlesturinn liður í áformum um eflningu slíks náms í héraðinu. Nánari upplýsingar um þennan fyrirlestur má finna hér.