Nánar hér fyrir neðan um eftirfarandi Diplómanámslínur sem eru opnar um áramót. Þrjár þeirra má taka í fjarnámi og Diplómanám fæst metið inn í meistaranám:
Opinber stjórnsýsla: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/opinber_stjornsysla.pdf
Alþjóðasamskipti:https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/althjodasamskipti.pdf
Kynjafræði, hagnýt jafnréttisfræði: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/kynjafraedi.pdf
Fjölmiðla- og boðskiptafræði: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf
Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða skráningargjald 55.000.- fyrir vormisserið.
Umsóknareyðublað og upplýsingar um umsóknarferilinn: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_um_nam
Ítarlegur yfirlits-kynningarbæklingur með öllum framhaldsnámsleiðum Stjórnmálafræðideildar og lýsingar á námskeiðum: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_framhalds_2016-2017_0.pdf
Ágæti viðtakandi.
Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands stunda nú hátt í 500 manns meistara- eða diplómanám á sjö mismunandi námsleiðum. Inntökuskilyrði á allar línur eru BA, BS eða BEd próf í einhverri grein.
Endilega hafðu samband við undirritaðar ef þú hefur frekari spurningar eða vilt ræða um þessa möguleika.
Með okkar bestu kveðjum,
Margrét S. Björnsdóttir, msb@hi.is sími 525-4254, 8677817
Elva Ellertsdóttir, elva@hi.is sími 525-4573
1. Opinber stjórnsýsla meistara og diplómanám, einnig í boði í fjarnámi
Í apríl – maí sl. gerði Félagsvísindastofnun HÍ ítarlega könnun meðal allra nemenda okkar, sem höfðu útskrifast í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Svörun var yfir 80% og samkvæmt fyrstu niðurstöðum telja tæp 90% að námið hafi nýst þeim mjög vel eða frekar vel í starfi og um 84% svarenda telur að námið hafi haft mikið eða talsvert vægi á þeirra starfsferli. Loka niðurstöður verða kynntar betur síðar.
Segja má að Stjórnmálafræðideild HÍ sé leiðandi í námi og rannsóknum á sviði opinberrar stjórnsýslu. Námið er skipulagt þannig að fólk geti tekið það samhliða starfi og þá á lengri tíma og fjölmargir gera það. Í náminu sitja reyndir stjórnendur hins opinbera á fjölda sviða, bæði ríkis og sveitarfélaga, ásamt fólki sem nýlega hefur lokið háskólanámi, og njóta hjá okkur leiðsagnar reyndra kennara og fagmanna. Sú blanda er einn styrkleika námsins. Í boði eru sérhæfðar diplómalínur f. stjórnendur hins opinbera (mótað í upphafi samstarfi við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármálaráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Samband sveitarfélaga) og Diplómanám f. stjórnendur í heilbrigðisþjónustu (Mótað í samstarfi við fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu).
Nánari upplýsingar um námið, lýsing á þessum námslínum og námskeiðum er á bls. 19-26 í framhaldsnámsbæklingi Stjórnmálafræðideildar: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_framhalds_2016-2017_0.pdf
2. Meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hægt að taka í fjarnámi. Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf
Markmiðið að byggja upp öflugt rannsóknamiðað nám, ekki síst í ljós mikils og vaxandi mikilvægis fjölmiðla í lífi fólks og samfélaginu í heild. Nám af þessu tagi hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og mikil gróska er í rannsóknum erlendis á þessu sviði. Áherslan verður lögð á að skoða íslenska fjölmiðla og íslenskan veruleika ekki síst í samhengi við það sem gerist annars staðar. Nánari upplýsingar um námið, lýsing á þessum námslínum og námskeiðum er einnig á bls. 43-52 í ítarlegum yfirlitsbæklingi: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_framhalds_2016-2017_0.pdf
3. Alþjóðasamskipti, meistara- og diplómanám: Stjórnmálafræðideild er eina háskóladeildin sem býður nám í alþjóðasamskiptum, en umfang alþjóðasamskipta af margvíslegu tagi og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka vex stöðugt og kallar á starfsfólk með þekkingu á því sviði. Námið mætir þörf fyrirtækja, samtaka og hins opinbera að þessu leyti og hefur á að skipa framúrskarandi kennurum. Mikil og vaxandi aðsókn hefur verið í námið. Sjá má upplýsingar um námið og lýsingar á námskeiðum á bls. 5-18 í framhaldsnámsbæklingnum: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_framhalds_2016-2017_0.pdf
4. Kynjafræði- og hagnýt jafnréttisfræðsla-meistara- og diplómanám, hægt að taka að verulegu leyti í fjarnámi: Nám í kynjafræði og hagnýtri jafnréttisfræðslu við Stjórnmálafræðideild skapar fólki óteljandi starfsmöguleika. Fólk með jafnréttis- og kynjafræðimenntun starfar við kennslu- og fræðastörf, fjölmiðla- og upplýsingastörf, verkefna- og starfsmannastjórnun hjá hinu opinbera, og hjá hagsmuna- og frjálsum félagasamtökum. Hér má sjá nánar um námið: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/kynjafraedi.pdf og lýsingar á námskeiðum má sjá á bls. 27-32 í framhaldsnámsbæklingnum: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_framhalds_2016-2017_0.pdf