Fréttir

Kveðja til sveitarstjórna og íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls

Háskólafélag Suðurlands sendir hlýjar kveðjur til íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls sem búa nú margir við afar erfiðar aðstæður í kjölfar öskufalls á undanförnum vikum. Æðruleysi og dugnaður heimamanna vekur aðdáun. Háskólafélagið hefur undanfarin misseri unnið að átaksverkefni á þessu svæði með það að markmiði að efla starfsemi á vettvangi vísinda og fræða. Stofnun jarðvangs (geopark) á svæðinu var langt komin þegar þessar hamfarir hófust og vonandi verður hann að veruleika sem fyrst þrátt fyrir þessi áföll. Öll él styttir upp um síðir og Háskólafélag Suðurlands heitir fullum stuðningi við að fylgja eftir hugmyndum um eflingu byggðarinnar með nýjum þekkingarstörfum, m.a. í Skógum, Vík og Kirkjubæjarklaustri.

 

Stjórn Háskólafélags Suðurlands