Það var dágóður hópur fólks sem lagði leið sína í Fjölheima á þriðjudaginn til þess að kynna sér þær fjölmörgu leiðir sem í boði eru til fjarnáms í hinum ýmsu greinum. Á staðinn komu fulltrúar frá Háskólanum á Bifröst, Akureyri og í Reykjavík auk Landbúnaðarháskólans og Keilis. Við þökkum starfsmönnum háskólana fyrir að koma og eyða þessari dagstund með okkur í þágu þess að upplýsa Sunnlendinga um tækifæri til náms. Einnig viljum við minna fólk á að upplýsingar um námsleiðir liggja fyrir í Háskólafélaginu og starfsmenn þess eru ávalt reiðubúnir til þess að leiðbeina þeim sem hyggja á nám eins og kostur er.