7.desember sl var haldin fyrsta vinnustofa í svokallaðri „Leiðaraþjálfun fyrir frumkvöðlaráðgjafa“ en það er verkefni á vegum Háskólafélagsins sem styrkt er af Lóu – nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnar. 25 ráðgjafar af öllu Suðurlandi taka þátt í þjálfuninni sem miðar að því að gera þá betri í stakk búna til þess að sinna þeim hópi sem skilgreinir sig sem frumkvöðla. Það er í höndum Svövu Bjarkar Ólafsdóttur, stofnanda og eiganda ráðgjafafyrirtækisins RATA að leiða vinnustofurnar sem verða alls fjórar.
Í þessari fyrstu vinnustofu voru ráðgjafar í hlutverki frumkvöðla og fóru í gegnum ferli nýsköpunar, allt frá hugarflugi að kynningu á viðskiptatækifæri. Sannast má segja að dagurinn hafi verið frábær og mikil tilhlökkun er fyrir næstu vinnustofu.