Fréttir

Ljósmyndasamkeppni

Jarðvangurinn Katla og ljósmyndaklúbburinn 860+ standa nú fyrir ljósmyndasamkeppni á facebook.

 

Þema keppninnar er menning, mannlíf, dýralíf og náttúra innan jarðvangsins Katla Geopark, þ.e. Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Frekari upplýsingar um jarðvanginn má finna inn á www.katlageopark.is

 

Myndastærð:

 

    • Mynd má vera að hámarki 800 pixlar, að ramma meðtöldum, á lengri kant.

 

    • Skráarstærð myndar má ekki vera meiri en 2MB (megabæti).

 

Skila þarf inn myndum á netfangið ljosmyndir@katlageopark.is. Myndum þarf að skila inn í keppnina fyrir 30. maí 2012 kl. 23.59. Senda þarf inn með myndinni hvar myndin er tekin, nafn myndar, fullt nafn ljósmyndara og símanúmer.

 

Úrslit keppninnar verða kynnt um miðjan júní. 15 bestu myndirnar verða settar upp á útiljósmyndasýningum innan jarðvangsins í sumar, á Hvolsvelli, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.

 

Jarðvangurinn Katla Geopark áskilur sér rétt til að nota myndirnar sem sendar eru inn í ljósmyndakeppnina í kynningarefni fyrir 2012 og 2013.

 

Veitt verða verðlaun fyrir 1-3. sæti að vali dómnefndar og sérstök verðlaun verða veitt fyrir flest “like” á facebook-síðu jarðvangsins www.facebook.com/katlageopark.

 

Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu ljosmyndir@katlageopark.is eða á heimasíðu jarðvangsins www.katlageopark.is.