Þann 21. júní síðastliðinn komu samstarfsaðilar verkefnisins á lokafund á Selfossi þar sem farið var yfir feril verkefnisins og rætt um áframhaldandi samstarf milli Háskólafélagsins, UMA og UHI. Jafnframt kynntu aðstandendur verkefnisins það fyrir gestum aðalfundar Háskólafélagsins og tóku spænsku samstarfsaðilarnir fyrir þann þátt sem snýr að samstarfi menntastofnana og fyrirtækja. Góður rómur var gerður að yfirferðinni og þeirri afurð sem Erasmus+ verkefnið er að skila inn í sunnlenskt samfélag.