Nú er skýrslugerð vegna Erasmus+ verkefnisins um Geo education (jarðmenntun) að ljúka. Gerð hefur verið ítarleg myndskreytt skýrsla, bæði til skoðunar á vef og til útprentunar. Skýrslan er á fimm tungumálum, ensku (tungumálinu sem notað var til samskipta í verkefninu), íslensku, króatísku, pólsku og portúgölsku. Ýmis álitamál voru uppi með þýðinguna yfir á íslensku. A.m.k. tvö nýyrði líta hér dagsins ljós, jarðmenntun fyrir geo education og jarðvætti fyrir geosite. Reynslan mun skera úr um það hvort þau festast í sessi, en áður hefur nýrðið jarðvangur haslað sér völl fyrir geopark.
Hér er að finna slóðirnar á prentvænu útgáfur skýrslunnar, þ.e. þeirrar ensku, íslensku, króatísku, pólsku og portúgölsku.
Á heimasíðu pólska samstarfsaðilans sem leiddi verkefnið, Stowarzyszenie Kaczawskie, er að finna ítarlegri upplýsingar um verkefnið, bæði á pólsku og ensku, (English).