Fimmtudaginn 16. mars lauk viðskiptahraðlinum Sóknarfæri í
nýsköpun með veglegum lokadegi þar sem þátttökuteymin kynntu verkefnin sín
fyrir fullu húsi áhugasamra áheyrenda úr stuðningsneti frumkvöðla og nýsköpunar
á Suðurlandi.
Hraðallinn var samstarfsverkefni Háskólafélags Suðurlands,
HVIN ráðuneytis með framlag úr Lóu nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina, Samtök
sunnlenskra sveitarfélaga – SASS með framlag úr áherlsuverkefnasjóð
Sóknaráætlunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Svava Björk Ólafsdóttir hjá
RATA leiddi hraðalinn af mikilli fagmennsku, auk þess sem Orkídea, Kötlusetur, Nýheimar og
Þekkingarsetur Vestmannaeyja lögðu til frábæra samvinnu.
Undanfarnar átta vikur hafa teymin hist tvisvar í viku,
fengið fræðsluerindi frá fólki á ólíkum sviðum, hitt frábæra mentora og átt
saman góðar stundir á vinnustofum víðsvegar um Suðurland.
Verkefni teymanna eru af ólíkum toga, sum á mjög stórum
skala og að leita að alvöru fjárfestum, önnur ganga út á innri nýsköpun í
starfandi fyrirtækjum og enn önnur snúa að nýrri tækni eða nýsköpun í
samfélagsverkefnum.
Á næstu dögum munum við birta upptökur af teymunum flytja
verkefnin sín á lokadeginum – sjón er sögu ríkari!