Doktorsneminn Magdalena Falter varði doktorsritgerð sína í ferðamálafræði fimmtudaginn 16. maí sl við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar var dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Magdalena hlaut styrk frá Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands árið 2019 fyrir verkefnið. Stór hluti af verkefninu var stofnun hakkaþons sem sett var á laggirnar og kallast Hacking Hekla. Magdalena vann því samhliða doktorsrannsókn sinni í skóm frumkvöðulsins með nýsköpun á Suðurlandi sem teygði síðar anga sína um landið allt.
Verkefnið ber yfirskriftina Endurhugsun ferðaþjónustu með stafrænni nýsköpun? Frumkvöðlar í ferðaþjónustu í dreifbýli á Íslandi (Rethinking tourism through digital innovation? Rural tourism entrepreneurs in Iceland). Þar er fjallað um stafræna nýsköpun og áskoranir fyrir endurhugsun ferðaþjónustunnar með áherslu á lífsstílsfrumkvöðla í dreifbýli.
Til hamingju Magdalena!