Í gær, 12. júlí 2010, hóf Davíð Samúelsson störf í Glaðheimum, en hann er nýr forstöðumaður Markaðsstofu Suðurlands. Hann er boðinn hjartanlega velkominn til starfa í Glaðheimum, en þar eru fyrir starfsmenn Háskólafélags Suðurlands, Fræðslunets Suðurlands og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.