Fréttir

Meistaranámskeiðinu um jarðminjaferðamennsku lokið

Lokið er vel heppnuðu meistaranámskeiði í „jarðminjaferðamennsku“ eða geotourism sem haldið var í samvinnu Háskólafélagsins og Háskóla Íslands 21.-27. ágúst.  12 nemendur voru skráðir til þátttöku en því miður urðu talsverð afföll þannig að sex nemendur sátu námskeiðið.  En gæðin voru þeim mun meiri því þessi hópur naut kennslu tveggja prófessora, annars vegar dr. Ross Dowling frá Ástralíu og hins vegar dr. Rannveigar Ólafsdóttur í HÍ.  Námskeiðið var öðrum þræði skipulagt með tilliti til Kötlu jarðvangs og síðar í haust eða vetur mun skýrsla um námskeiðið verða kynnt hagsmunaaðilum jarðvangsins.  Dr. Ross Dowling hélt síðan opinberan fyrirlestur um jarðminjaferðamennsku í Reykjavík 29. ágúst sl.: Geotourism: Securing a More Prosperous Future for Iceland

 

Þetta er annað meistaranámskeiðið sem Háskólafélagið hefur haldið á árinu í samvinnu við Háskóla Íslands, hið fyrra var námskeið um náttúruvá í samvinnu við Rannsóknarmiðstöðina í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi.