Skip to content Skip to footer

Námsmöguleikar á netinu

Fjarnámsleiðir / Menntahvöt

Annað sveigjanlegt nám.
Mikið framboð er á hvers konar námskeiðum sem hægt er að taka í gegnum netið.

Nám á netinu er það form menntunar þar sem námskeið eða námsleiðir eru hannaðar með það í huga frá byrjun að vera að fullu kenndar á netinu.

Nám á netinu hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru þeir að það er minna áreiti, þú ert í þægilegum aðstæðum heima hjá þér og það er auðveldara aðgengi að náminu sama hvar þú býrð. Gallarnir eru hins vegar mikill skjátími, námið krefst sjálfsaga og tímastjórnunar og hefur í för með sér minni félagsleg samskipti. Einnig getur verið skortur á trausti milli kennara og nemenda.

1. Skilvirkni

Nám á netinu gefur kennurum skilvirka leið til að koma kennsluefni til nemenda. Hægt er að nota ýmsar leiðir s.s. ritað efni, myndbönd, hlaðvörp og kennarar geta notað blöndu af öllum þessum leiðum í kennslu sinni. Með því að færa kennslu frá því að nota eingöngu kennslubækur, í það að nota efni af netinu líka, hafa kennarar leið til að verða skilvirkari leiðbeinendur.

2. Aðgangur óháður stað og tíma

Annar kostur náms á netinu er að nemendur geta sótt kennslu óháð staðsetningu. Það gefur skólum tækifæri til að ná til stærri hóps nema í stað þess að vera bundinn af landfræðilegri staðsetningu. Kennslustundir á netinu er hægt að taka upp og horfa á síðar þegar hentar nemendum. Þetta gerir nemendum kleift að nálgast námsefnið á þeim stað og tíma sem hentar þeim.

3. Minni kostnaður

Nám á netinu er ódýrara en nám í staðkennslu. Fjarnám minnkar kostnað við ferðalög og húsnæði. Að auki er námið aðgengilegt á vefnum í pappírslausu umhverfi.

4. Bætt mæting

Þar sem tímar eru sóttir frá staðsetningu að eigin vali þá eru minni líkur á að nemendur missi af kennslustund.

5. Hentar mismunandi námstækni

Hver nemandi er með mismunandi aðferðir við að læra. Sumir nemendur læra sjónrænt, aðrir vilja heldur læra gegnum hljóð. Eins þrífast sumir best í kennslustofu á meðan það truflar aðra að vera í stórum hópi. Nám á netinu er oft með marga möguleika í námstækni sem hægt er að laga að sínum þörfum og þannig getur hver nemandi skapað sitt besta lærdómsumhverfi. 

1. Erfiðleikar við að einbeita sér að skjá

Fyrir marga nemendur er ein stærsta áskorunin við nám á netinu að þeir eiga erfitt með að einbeita sér að skjá í langan tíma. Það eru líka meiri líkur á því að nemendur truflist af samfélagsmiðlum eða öðrum vefsíðum. Þess vegna er er mikilvægt að kennarar hafi tímana grípandi og þannig að nemendur taki þátt þannig að þeir haldist einbeittir á meðan kennslu stendur.

2. Tæknilegir erfiðleikar

Annar þáttur eru gæði nettengingar. Þó að nettengingar hafi batnað mikið síðustu ár þá er hún sumstaðar ennþá vandamál, sérstaklega hraði tengingarinnar. Góð nettenging er forsenda fyrir því að geta tekið virkan þátt í kennslustundum.

3. Einangrun

Nemendur læra mikið af því að vera í félagsskap jafningja sinna. Í netnámi er lítil líkamleg tenging milli nema og kennara, þetta getur leitt til þess að nemendur finnist þeir einangraðir. Það er mælt með því að skólar sjái um að nemendur geti átt samskipti sín á milli og við kennara. Þetta geta verið skilaboð, tölvupóstar og myndfundir til að auka tilfinningu fyrir samskiptum og minnka líkur á einangrun.

4. Þjálfun kennara

Nám á netinu krefst þess að kennarar hafi grunnþekkingu á hvernig vefnám á að vera. Það er því nauðsynlegt að skólar þjálfi kennara í þeirri tækni sem þarf til að þeir geti kennt án vandræða á netinu.

5. Skjátími

Aukinn skjátími er helsta áhyggjuefnið og ókosturinn við nám á netinu. Sumir nemendur venja sig á slæma líkamsstöðu við skjáinn sem leiðir af sér líkamleg óþægindi. Nauðsynlegt er að taka góð hlé á milli kennslustunda til að hvíla jafnt hug og líkama nemenda.

Annað sveigjanlegt nám

Aðrir námsmöguleikar