Fréttir

Metfjöldi umsókna og menntaverðlaun

Í liðinni viku rann út frestur til að sækja um styrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands, en Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands standa sameiginlega að sjóðnum.  Að þessu sinni bárust rúmlega fjörutíu umsóknir, fleiri en nokkru sinni.  Til ráðstöfunar er ein milljón króna og verður styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 13. janúar 2011 að viðstöðddum forseta Íslands.  Við þá athöfn verða einnig afhent Menntaverðlaun Suðurlands, en Samtök sunnlenskra sveitarfélaga standa að þeim verðlaunum.  Frestur til að tilnefna aðila til verðlaunanna rennur út 1. desember nk.