Skemmtilegt viðtal við Snorra Ingason leiðsögumann birtist í skólablaði Morgunblaðsins í dag. Í viðtalinu kemur m.a. fram:
En síðan eru námskeiðin sem
verða hreinlega til þess að líf fólks
tekur nýja og betri stefnu. Fyrir
Snorra Ingason var það nám í fuglaleiðsögn
sem beindi honum á alveg
nýja braut. „Ég hafði menntað mig í
viðskiptafræðum og frá 1986 unnið
við markaðs- og sölustjórnun hjá
ýmsum góðum fyrirtækjum. Árið
2011, þá orðinn fimmtugur, var ég í
vel launuðu starfi sölustjóra hjá
bókaforlagi en þyrsti í að gera eitthvað
annað,“ segir hann.
Ennfremur:
„Vorið 2011 álpaðist ég síðan á námskeið
í fuglaleiðsögn og lét mig
hlakka til að geta farið með fólk í
ferðalög um landið til að sýna þeim
fugla. En svo rann upp fyrir mér að
ég þyrfti að geta sýnt ferðalöngum
fleira en fallega fugla, og vissara
væri að stíga skrefið til fulls – svo ég
skráði mig í leiðsögunámið hjá Endurmenntun
HÍ.“ Ekki var nóg með að Snorri afréði
að fá leiðsöguréttindi og skipta um
starfsvettvang, heldur smitaði hann
sambýliskonu sína Bogu Kristínu af
áhuganum og luku þau leiðsögunáminu
saman.
Námskeiðið góða í fuglaleiðsögn sem Snorri vísar til haldið í Glaðheimum á Selfossi af Háskólafélaginu í samvinnu Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og fleiri aðila.
Málshátturinn Sá lærir sem lifir á greinilega vel við um þau Bogu og Snorra, mætti jafnvel snúa honum við og segja Sá lifir sem lærir!