Fréttir

Námskeið í gerð Leonardó umsókna

Þriðjudaginn 12. janúar 2010 kl. 13-15 verður haldið námskeið í gerð umsókna um styrki úr Leonardó áætlun Evrópusambandsins til mannaskipta- og samstarfsverkefna.  Námskeiðið er ókeypis og öllum opið.  Það er haldið í Námu, sal Endurmenntunar HÍ Dunhaga 7 í Reykjavík, en hægt verður að taka það í fjarfundi í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Leonardó áætlunarinnar; http://leonardo.is/Apps/WebObjects/LME.woa/wa/dp?name=leonardo_frettir&detail=268