Í lok hverjar annar stendur Háskólafélag Suðurlands fyrir könnun meðal útskriftarnema varðandi áhuga á framhaldsnámi eftir stúdentspróf, og er könnunin gerð í samstarfi við alla framhalds- og menntaskóla á Suðurlandi. Könnunin er nafnlaus en nýr þjónustufulltrúi nemenda, Elínborg Ingimundardóttir dróg verðlaunahafa úr potti með netföngum allra þeirra sem skráðu sig. Í verðlaun var 5.000 kr. gjafabréf hjá verslun eða veitingarhúsi í heimabyggð nemanda. Sigurvegari haustannar 2023 var að þessu sinni nemandi úr Fjölbrautarskóla Suðurlands og hefur hann fengið tilkynningu þess efnis.
Eitt helsta markmið HfSu er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Tvö af meginmarkmiðum félagsins eru að bæta aðgengi Sunnlendinga að menntun og efla rannsóknir og fræðastarf á Suðurlandi í samvinnu við íslenska og erlenda skóla.
Þar að leiðandi leggur HfSu mikinn metnað í að efla enn frekar þjónustu við nema og að geta boðið nemendum að stunda sitt nám í „staðnámi“ í heimabyggð þó kennslan fari fram sem fjarnám/blandað nám, og stuðla þannig að uppbyggingu háskólanáms á svæðinu. Nemendakönnuninni er því ætlað til að safna gögnum um vilja nemenda til frekara náms eftir útskrift sem og hvar/hvernig þeir vilja stunda nám sitt.
Könnunin hjálpar HfSu að fylgjast með vilja nemanda um framhaldsnám og áhuga þeirra á fjarnámi sem hægt er að stunda þó aðsetur sé á Suðurlandi.