Fréttir

Ný inntökuskilyrði í tæknifræðinám

Nú hefur inntökuskilyrðum og fyrirkomulagi náms í tæknifræði verið breytt en kennslan fer fram á vegum Háskóla Íslands í Keili í Reykjanesbæ. Hverri önn verður skipt í tvær sjö vikna lotur með viku á milli. Hægt verður að taka fyrsta árið í fjarnámi og með vinnu, og einnig hægt að dreifa fyrsta árinu á lengri tíma. Fyrsta önnin er að verulegu leyti nýtt til þess að skerpa á kunnáttu nemenda í stærðfræði og skyldum greinum. Þá er námið þrepaskipt, þannig er hægt að taka einungis fyrsta árið og ljúka því með sjálfstæðri diplómu, en hún nýtist síðan að fullu ef nemendur halda áfram til BS prófs í tæknifræði.

Kynning verður á þessu breytta fyrirkomulagi náms í tæknifræði í Fjölheimum kl. 12 fimmtudaginn 17. maí. Boðið verður upp á súpu.

Í Fjölheimum er kjörin aðstaða til fjarnáms og próftöku í samvinnu við Háskólafélag Suðurlands.