Fréttir

Nýir starfsmenn

Tveir nýir starfsmenn tóku til starfa hjá Háskólafélaginu nú í byrjun júní 2013.

 

Jóna Björk Jónsdóttir er með meistarapróf í líffræði frá Háskóla Íslands auk umtalsverðs náms í jarðfræði.  Hún er jafnframt framhaldsskólakennari og hefur kennt við Menntaskólann að Laugarvatni á annan áratug.  Jóna Björk mun fyrst og fremst vinna að gerð fræðsluefnis fyrir Kötlu jarðvang og er ráðningin hluti af IPA verkefni Evrópusambandsins.  Starfsstöð hennar verður í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri, a.m.k. fyrst um sinn.  Þar er fyrir Rannveig Ólafsdóttir sem hóf störf 1. febrúar sl., en svo skemmtilega vill til að þessir tveir starfsmenn félagsins, sem báðir vinna að verkefnum fyrir jarðvanginn, eru báðir ættaðir frá Mörtungu á Síðu.

Þá tók til starfa í Vík í byrjun mánaðarins Árni Rúnar Þorvaldsson.  Hann er sameiginlegur starfsmaður Háskólafélagsins og Fræðslunets Suðurlands og mun vinna að eflingu þjónustu og starfsemi á sviði framhaldsfræðslu/símenntunar og miðlunar háskólanáms.  Starfið er fjármagnað af Sóknaráætlun Suðurlands.  Árni Rúnar er grunnskólakennari að mennt og hefur kennt um árabil á Höfn í Hornafirði, bæði í grunnskólanum og framhaldsskólanum, og einnig gegnt þar starfi tómstundafulltrúa.

Þau Jóna Björk og Árni Rúnar eru boðin velkomin til starfa.