Nú er prófatíðin á enda á þessari önn. Alls voru 653 prófskráningar á önninni, meira en nokkru sinni hjá okkur. Álagið var óvenjumikið að þessu sinni vegna veðurofsa og ófærðar og tóku því allmargir prófin hér í stað þess að fara yfir heiðina til Reykjavíkur. Nýr starfsmaður Háskólafélagsins, Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir, fékk því eldskírn í sínu starfi en hún heldur m.a. utan um prófahaldið hjá okkur.
Starfsmenn félagsins eru nú sex að tölu, í fimm stöðugildum.