Nýr vefur félagsins er hannaður með það fyrir augum að auðvelda aðgengi að þeim upplýsingum sem fólk leitar helst eftir þegar það flettir síðu félagsins, sem og að gera sýnilegri þau verkefni sem félagið heldur utan um.
Félagið naut aðstoðar Björgvins Guðmundssonar hjá Vefhönnun.is og kann honum miklar þakkir fyrir gott samstarf og skilning á eðli starfseminnar.
„Við vonum að nýr vefur auðveldi Sunnlendingum að kynna sér þá þjónustu sem félagið býður uppá og sé lifandi vettvangur um verkefni Háskólafélags Suðurlands“ segir Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.