Fréttir, Geo education

Nýtt Erasmus+ verkefni Háskólafélagsins um Geo education

Í lok mars sl. fóru fimm manns frá Háskólafélaginu á fyrsta sérfræðingafund í nýju Erasmus+ verkefni sem Háskólafélag Suðurlands tekur þátt í.  Verkefnið er með tengsl við Kötlu jarðvang (Katla Geopark) þar sem umfjöllunarefnið er þróun á aðferðafræði varðandi útikennslu og aðra fræðslustarfsemi sem lýtur að geo education (jarðmenntun). Fundurinn var haldinn í Dobków, litlu sveitaþorpi í suðvesturhluta Póllands. Fundurinn tókst vel og framundan eru ferðir til Portúgal og Króatíu, auk þess sem við verðum gestgjafar hér á Íslandi.  Pólski samstarfsaðilinn leiðir verkefnið.

.ro_bd