Fréttir

Opið hús í Fjölheimum

Vel heppnað opið hús í Fjölheimum föstudaginn 4. apríl 2014Einn af liðunum í Leyndardómum Suðurlands var að Fjölheimingar opnuðu dyr sínar upp á gátt og buðu gestum og gangandi að koma og skoða aðstæður í þessu nýjasta þekkingarsetri Sunnlendinga. Dagskráin var metnaðarfull, sjá hér, og framkvæmdin tókst vel, nokkrir tugir gesta mættu á svæðið.Ingunn Jónsdóttir, starfsmaður Háskólafélagsins og Matís, hafði veg og vanda af undirbúningi dagskrárinnar í góðri samvinnu við Hrafnkel Guðnason verkefnastjóra, en hann sá um undirbúning námskynningarinnar.

Ingunn er nú með í undirbúningi að koma á mánaðarlegum hádegisfundum þar sem Fjölheimingar bjóði upp á stutta fyrirlestra um viðfangsefni sín hverju sinni.