Skip to content Skip to footer

Opnunarhátíð í Kötlusetri

Það var ánægjuleg stund fyrr í dag, mánudaginn 7. október 2013, þegar nýtt kennslu- og námsver var tekið í notkun í Kötlusetri í Vík.  Fram til þessa hefur verið fjarfundar- og fjarkennslubúnaður í grunnskólanum í Vík en nú hefur hann verið fluttur í Kötlusetur þar sem innréttað hefur verið vistleg námaðstaða fyrir fjarnema auk fjarkennsluversins. Þegar ríkisstjórnin fundaði á Selfossi í lok janúar sl. var tilkynnt um 15 mkr fjárveitingu til verkefna á Höfn í Hornafirði og til samþættingar menntunar og fræðslu á Suðurlandi, þ.m.t. símenntun og framhaldsfræðslu. Þessi fjárveiting hefur m.a. verið notuð til uppbyggingar námsversins í Kötlusetri, en um næstu mánaðamót verður einnig tekið í notkun sambærileg aðstaða í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.

Auk fyrrnefnds samnings var ákveðið á vettvangi Sóknaráætlunar Suðurlands að fjármagna starf vekefnisstjóra til að efla starfsemina í Vík og á Krikjubæjarklaustri og var Árni Rúnar Þorvaldsson ráðinn í það starf sl. sumar.

Árni Rúnar stýrði vígsluathöfninni í Kötlusetri í dag en auk hans fluttu ávörp Ásmundur Sverrir Pálsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins og Ásgeir Magnússon sveitarstjóri en hann færði Eiríki Sigurðarsyni forstöðumanni Kötluseturs gjafabréf frá sveitarstjórn Mýrdalshrepps fyrir kaffistofu í húsinu sem mun bæði nýtast starfsfólki og nemendum.

arnirunar2

Árni Rúnar ávarpar samkomuna

 

asmundursverrir

Ásmundur Sverrir flytur ávarp

asgeireirikur

Ásgeir afhendir Eiríki gjafabréfið fyrir kaffistofunni

gestir_vik

Hluti gesta við vígsluathöfnina

vigsluterta

 

Að athöfninni lokinni gæddu gestir sér á dýrindis tertu frá Kaffihúsinu í Suður-Vík