Háskólafélagið hefur verið leiðandi í stofnun rannsóknarklasa með þátttöku Reykja í Ölfusi og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á sama stað, Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði HÍ á Selfossi, Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.
Síðar er áformað að fyrirtæki og minni rannsóknarstofnanir taki þátt í klasanum auk þess sem lögð verður áhersla á að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum á þessu sviði. Í ljósi jarðskjálftanna í byrjun sumar verður lögð sérstök áherslu á mikilvægi þess að þróa þekkingu á náttúruvá og lýðheilsu.