Á fimmtudaginn kemur, 16. janúar 2020 kl. 17, verður haldinn árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands. Jafnframt verða þá veitt Menntaverðlaun Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Háskólafélagið og Fræðslunetið standa sameiginlega að Vísinda- og rannsóknarsjóðnum í samvinnu við fjölda stofnana, félagsamtök og sveitarfélög á Suðurlandi. Árlega hafa verið veittir styrkir úr sjóðnum síðan 2002, ævinlega að viðstöddum forseta Íslands. Menntaverðlaun Suðurlands hafa verið veitt árlega síðan 2008.
Allir eru hjartanlega velkomnir til athafnarinnar