Fréttir

Stærðfræðikennsla í Glaðheimum

Háskólafélag Suðurlands hefur unnið að því í sumar að bæta aðgengi Sunnlendinga að námi í iðnfræði.  Iðnfræði er nám á háskólastigi sem byggir á námi iðnaðarmanna.  Háskólinn í Reykjavík býður upp á fjarnám í iðnfræði, og er það bæði í boði sem fullt nám eða nám með vinnu.  Þeir iðnfræðinemar sem einungis hafa iðnnám að baki þurfa að bæta við sig námi í íslensku, ensku, stærðfræði og raungreinum.

Nú hefur verið afráðið að Háskólafélagið bjóði upp á staðnám í stærðfræði í þessu skyni.  Í nemendahópnum verða bæði iðnfræðinemar og einnig þeir sem hyggjast síðar stunda nám í iðnfræði eða meistaraskóla iðnsveina.  Kennt verður á þriðjudagskvöldum kl. 20 og hefst kennslan 15. sept. nk.

Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum.