Fréttir

Stjórnun í ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst kynnir nýtt nám í stjórnun í ferðaþjónustu.  Tveir kynningarfundir verða haldnir á Suðurlandi í þessu sambandi; sá fyrri í Glaðheimum á Selfossi kl. 18 fimmtudaginn 4. október og sá síðari í Hvolnum á Hvolsvelli kl. 20 sama dag.  Ef áhugi er fyrir því í Mýrdalnum eða austan Mýrdalssands að fá kynninguna í fjarfundi er viðkomandi bent á að hafa samband við hrafnkell@hfsu.is.

 

Nánari upplýsingar um námið og uppbyggingu þess má lesa hér , hér og hér .