[one_fourth]

[/one_fourth][two_third_last]

Frekari útfærsla á þekkingarsetrinu:

Háskólafélag Suðurlands

  • Þekkingarvarðveisla

  • Miðlun og kynning á námsleiðum

  • Uppbygging aðstöðu um allt starfssvæðið

  • Þjónustumiðlun til samfélagsins

  • Byggja upp þjónustu og ráðgjöf við aðila er stunda rannsóknir á svæðinu og vinna náið með þeim þekkingarsetrum/klösum sem til staðar eru

  • vinna að uppbyggingu símenntunar í samstarfi við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

 

Rannsóknaklasi

Markmið klasans er að byggja upp þekkingu á sviði landnýtingar og fræðasviðum skipulags þar sem búsetugæði, lýðheilsa og nýsköpun á  Suðurlandi eru höfð að leiðarljósi

Með því að draga saman heildaryfirlit yfir þekkingu á sviði landnýtingar og skipulags getur klasinn;
a) samhæft áætlanir og skipulag
b) greint áherslusvið í framtíðar rannsóknum,
c) samhæft rannsóknaráherslur og gert rannsóknarstarf markvissara,
d) aukið yfirsýn sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga yfir auðlindir og möguleika á svæðinu,
e) stóraukið möguleika fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki og
f) lagt grunn fyrir öflugar rannsóknir, með skýrum markmiðum, á komandi áratugum.

Átaksverkefni 1 til 12 mánaða

Markmið átaksverkefna er að  kortleggja og byggja upp möguleikana á uppbyggingu háskólatengdrar starfsemi á svæðum þar sem slíka starfsemi vantar eða er ábótavant
Fyrsta átaksverkefnið hefur verið samþykkt og hefst á vordögum og mun vinna að eftirfarandi.
Í eystri hluta Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu hefur ekki tekist að koma upp háskólatengdri starfsemi ef frá er talin Kirkjubæjarstofa þar sem slík starfsemi hefur verið í einhverjum mæli.

Eldfjöll og eldgos, Laki, Eldgjá, Katla, áhrif á land og lýð (lýðheilsu) – náttúruvá, upplifun íbúa.  Úrvinnsla Kötluvikurs. Strandrof á Íslandi.  Hlýnun jarðar, bráðnun jökla.  Sjófuglar.  Gróðurfar.  Landnotkun og lýðheilsa, gönguleiðir.  Fjölgun ferðamanna. Sjálfbær þróun og nýting .  Dyrhólaey.  Þakgil

Á Skógum verði komið upp háskólatengdri starfsemi á svið þjóðfræða í beinum tengslum við Byggðasafnið þar er nú þegar merk safnastarfsemi í gangi og efld háskólatenging mun nýtast nemum á sviðum þjóðfræða og sögu sérstaklega vel. Undirbúningur fyrir það að Minjavörður Suðurlands verði staðsettur á Skógum

Kennsla og miðlun kennslu á háskólastigi í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands og framhaldsskóla svæðisins

Háskólakennsla – fjarkennsla
Háskólafélagið sjái um uppbyggingu námsleiða á háskólastigi í tengslum við framhaldsskólana á svæðinu
Framhaldsskólar hafa nú möguleika á viðbótanámi við hefðbundin námslok og hefur HFSU hug á að beita sér í því að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Það verður áfram lögð áhersla á að nýta styrkleika svæðisins þegar farið er í að þróa nám og m.a horft á möguleika á:
Iðnfræði  og Byggingafræði í samvinnu við innlenda og erlenda háskóla

[/two_third_last]